fbpx

Þér er boðið á grímuball

Morðgáta

EskimoEvents Vidburdaskipulag

Spillt yfirvöld

Murder Mystery

Klettsvíkur morðgátan er æsispennandi hlutverkaleikur sem gerist í litlum einangruðum bæ útá landi, Þar sem spilling, skandalar og kúgun er daglegt brauð.

Bæjarbúar þræta og bera ekkert traust til spilltra yfirvalda. Bæjarstjórinn tekur því á það ráð að bjóða bæjarbúum í veislu þar sem þemað er gala og grímur. Bæjarbúar eru undrandi á þessu uppátæki bæjarstjórans þar sem ekki er vani að gera neitt gott fyrir íbúa.

Miðar á dansleikinn seljast upp á mettíma og íbúar bæjarins flykkjast út að finna hina fullkomnu grímu fyrir þetta dularfulla ball.

Nánari upplýsingar

EskimoEvents sérhæfir sig í að gera skemmtilegan dag fyrir fyrirtæki og hópa, við getum séð um hópinn frá A til Ö, bókað afþreyingu, sal, skemmtun, verið með leiki úr okkar eigin smiðju. Við gerum nánast allt sem léttir ykkur fyrirhöfnina og stressið sem getur fylgt að skipuleggja og halda stóran viðburð.

Sendu okkur fyrirspurn

Við viljum gjarnan heyra frá þér. Sendu okkur línu og við munum leggja okkur fram við að gera skemmtilegt kvöld fyrir hópinn þinn. Fylltu inní formið hér til hliðar með öllum nauðsynlegum upplýsingum og við heyrum í þér sem allra fyrst!