fbpx

Spilling og svik

Murder mystery

EskimoEvents Vidburdaskipulag

Erfidrykkjan

Morðgátupartý

Verið velkomin í erfidrykkju hjá auðugri greifynju.

Erfidrykkjan er morðgátuleikur sem mun ávallt vekja lukku í starfsmannapartýum. Við leggjum töluvert upp úr að upplýsa þátttakendur um hlutverk sín svo allir komi vel undirbúnir til leiks. Þannig verður leikurinn þéttari og skemmtilegri. 

Hér er ekki allt sem sýnist og margar fléttur innan leiksins sem ekki koma í ljós fyrr en að leik lýkur. Ert þú kannski ekki sá sem þú heldur að þú sért?

Morðgáta er snilldar skemmtun sem passar vel við borðhald, í vinnustaða partýi eða bara með vinum og fjölskyldu.

Viðbætur

EskimoEvents sér einnig um skipulag árshátíða og vegna náinna tengsla okkar við ferðamannabransan í gegnum Eskimos Iceland, höfum við góða þekkingu og tengsl við þau hótel sem henta vel fyrir sveitaárshátíðir. Morðgáta er til að mynda fullkomin viðbót við minni árshátíðir á fallegu sveitahóteli.

Sendu okkur fyrirspurn

Við viljum gjarnan heyra frá þér. Sendu okkur línu og við munum leggja okkur fram við að gera skemmtilegt kvöld fyrir hópinn þinn. Fylltu inní formið hér til hliðar með öllum nauðsynlegum upplýsingum og við heyrum í þér sem allra fyrst!