fbpx

Ratleikur með rífandi stemningu

Racing Maze

EskimoEvents Vidburdaskipulag

Meira en bara ratleikur

Þessi tekur þig lengra

Við gerð Racing Maze var Amazing Race haft til hliðsjónar sem þá var vinsæll þáttur um heim allan. Hér ferðast liðin um á bílum og stoppin eru víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. 

Þessi ratleikur er einn af fáum útileikjum sem hentar allt árið um kring – þó vor og haust séu okkar uppáhalds árstíðir.

Metnaður í skreytingum hefur oft farið fram úr okkar björtustu vonum og þátttakendur koma okkur sífellt á óvart með frumlegum og flottum búningum. Þetta samtal milli keppenda og leikstjórnanda er eitt af því sem gerir leikinn svo skemmtilegan og lifandi, enda er leikurinn í endalausri þróun.

Viðbætur

Leikirnir sem EskimoEvents býður upp á geta staðið sem sjálfstæð eining en við getum einnig bókað aðra þætti skemmtunarinnar eins og t.d. matarvagna eða kokka sem mæta á staðinn og grilla girnilegan mat ofan í hópinn.

Sendu okkur fyrirspurn

Við viljum gjarnan heyra frá þér. Sendu okkur línu og við munum leggja okkur fram við að raða saman í rétta pakkann fyrir hópinn þinn. Fylltu inní formið hér til hliðar með öllum nauðsynlegum upplýsingum. Allar auka upplýsingar um hvað þið hafið gert áður og annað slíkt kemur okkur einnig vel!