fbpx

Þessi snýst um hlátur og gleði

Skemmtileikar

EskimoEvents Vidburdaskipulag

Fjölbreyttir leikir

Skemmtun fyrir alla

Skemmtileikarnir eru okkar vinsælasta vara. Þennan þrautaleik er auðvelt að aðlaga að hópum og flytja þangað sem hentar. Margir hópar kjósa að halda starfsdagana sína utan höfuðborgarsvæðisins og þá eru Skemmtileikarnir frábær lausn.

Þrautir leiksins eru leystar af fulltrúum hvers liðs og sé hópurinn mjög stór þá geta liðin einnig samanstaðið af klappliði sem hvetur sína fulltrúa áfram. Þannig hentar leikurinn blönduðum hópi fólks. 

Þrautirnar eru fyndnar og jafnvel hálf fáránlegar og koma hópnum klárlega í gott stuð.

Nánari upplýsingar

EskimoEvents aðstoðar hópa við að bóka ýmisskonar viðbætur eins og t.d. rútur ef hópurinn vill ferðast út fyrir bæjarmörkin – eða innan þeirra!

Sendu okkur fyrirspurn

Við viljum gjarnan heyra frá þér. Sendu okkur línu og við munum leggja okkur fram við að raða saman í rétta pakkann fyrir hópinn þinn. Fylltu inní formið hér til hliðar með öllum nauðsynlegum upplýsingum. Allar auka upplýsingar um hvað þið hafið gert áður og annað slíkt kemur okkur einnig vel!